Föstudagskveðja

Heil og sæl kæru vinir

Vikan var stutt annan endann og vonum við að þið hafið getað notið vetrarfrísins.
Skólastarf er nú farið að ganga sinn vanagang eftir töluverða fjarveru nemenda vegna Covid. 

Frá og með deginum í dag er öllum sóttvarnartakmörkunum aflétt en við hvetjum samt fólk áfram til að gæta að persónulegum sóttvörnum. 

Í vikunni kom tilkynning um að ekki verða haldin samræmd próf þetta skólaárið og hafin er vinna við hönnun Matsferils nýrrar verkfærakistu kennara og skóla. Matsferill mun innihalda fjölbreytt og hnitmiðuð verkfæri fyrir kennara sem fagmenn, ætluð til nota í umbótaskyni, nemendum til hagsbóta.

Vetur konungur blæs töluvert á okkur og gott er þá að hafa í huga að nemendur séu klædd eftir veðri og veðurspá.

Nú er febrúar senn á enda og hefur blásið vel nú í góubyrjun og samkvæmt heimildum skólans þykir það vísa á gott veðurfar á vormánuðum.

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Dagný Rósa