Heil og sæl kæru vinir
Vikan hefur gengið sinn vanagang. Nemendur og kennarar eru upprisnir úr covid og aðeins örfáir sem eiga eftir að glíma við pestina.
Nemendur í 10.bekk tóku PISA próf í vikunni og er það jákvæð lífsreynsla fyrir nemendurnar.
Fulltrúar skólans fóru á Bessastaði í vikunni og tóku á móti verðlaunum fyrir lestur í skólalestrarkeppni Samróms. Við erum mjög stolt af nemendum okkar, fjölskyldum þeirra og starfsfólki skólans sem allir eiga hlut í sigrinum.
Starfsdagur er á mánudaginn og verða lögð drög að árshátíð sem verður auglýst síðar sem og ráðgert er að hafa opið hús í lok mánaðarins.
Nemendur í 9. og 10.bekk munu leggja land undir fót á þriðjudaginn og fara að skoða VMA og MA á Akureyri.
Framundan eru hinar ýmsu uppákomur fyrir nemendurnar sem legið hafa í dvala undanfarin ár, má þá nefna Stóru upplestrarkeppnina, sameiginlega íþróttadaga, fyrir bæði miðstig og unglingastig, með grunnskólunum í Austur- og Vestur- Húnavatnssýslu.
Við hvetjum foreldra til að hafa samband ef eitthvað er, við leggjum mikla áherslu á jákvæð og góð samskipti milli heimilis og skóla.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |