Heil og sæl
Nemendur 9.og 10.bekkjar lögðu land undir fót og fóru á Akureyri þriðjudaginn sl. og kynntu sér námsframboð í MA og VMA. Innritun í framhaldsskólana hefst 25. apríl og lýkur 10. júní. Þetta er stór ákvörðun, sum hafa ákveðið sig fyrir löngu en önnur eru að velta vöngum. Það getur því verið snjallt að heimsækja skólana, skoða vel heimasíður þeirra og kynnast því sem í boði er.
Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauðárkróki afhendi nemendum í 1.bekk Höfðaskóla endurskinsvesti og þökkum við þeim kærlega fyrir.
Sveitarstjóri kíkti upp í Höfðaskóla á þessum fallega föstudegi til þess að skrifa undir samning við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið í viðurvist nemenda úr Höfðaskóla. Frétt um það hér.
Búið er að staðsetja 3D prentarann á bókasafninu og fengum við góða gesti í dag sem settu hann upp og kenndu grunntökin.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |