Föstudagskveðja

Heil og sæl

Viðburðarík vika að baki hér í Höfðaskóla. 

Opið hús var á mánudaginn og þökkum við þeim sem litu við kærlega fyrir.

List og verkgreinavika á unglingastigi þar sem nemendum var skipt í fimm hópa og fóru á milli stöðva. Um var að ræða myndmennt, heimilisfræði, prjón, tónlist og sviðslistir. Jákvæðni og gleði einkenndi unglingana þessa viku.

Nemendur á miðstigi plokkuðu og yngsta stigið setti upp leikritið Ávaxtakörfuna og bauð aðstandendum að koma og horfa. 

Framundan er maí og ekki verður hann viðburðalaus. Barnamenningarhátíð Norðurlands vestra er hafin og mun t.a.m Lalli töframaður kíkja til okkar í heimsókn 4.maí. Viðburðaríka dagskrá hátíðarinnar er hægt að nálgast hér. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Sara Diljá