Heil og sæl
Nemendur skólans fengu góða gesti í vikunni.
Lalli töframaður kom og skemmti nemendum á yngsta stigi og Guðrún Kloes heimsótti miðstigið og sagði þeim sögu
Grettis í textílverki. Þessar heimsóknir voru í boði Skúnaskralls.
Dagskrá
Skúnaskralls er fjölbreytt og skemmtileg, hvetjum alla til að kynna sér hvað er í boði.
Mistigið bauð til skemmtunar í vikunni, settu upp leikrit, tónlistaratriði og spurningakeppni.
Nemendur á yngsta stigi buðu skólanum á "sal" og sýndu leikritið Ávaxtakörfuna. Allir skemmtu sér konunglega.
Nú er heldur betur farið að styttast í annan endan á skólaárinu, nemendur eru í óða önn að ljúka þeim verkefnum sem þarf að ljúka og svo tekur við námsmat. Við endum svo skólaárið á útivist og öðru skemmtilegu sem verður nánar auglýst þegar skipulag liggur fyrir.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Sara Diljá