Föstudagskveðja á fimmtudegi

Heil og sæl öll
 

Vikan í Höfðaskóla hefur gengið ljómandi vel. Á morgun sækja kennarar haustþing í Varmahlíð og stuðningsfulltrúar, skólaliðar og húsvörður sækja námskeið á Sauðárkróki og því er ekki kennsla þann daginn. 

Valgreinadagur fyrir unglingastig er haldinn á Hvammstanga í dag þar sem nemendur úr Höfðaskóla, Grunnskólanum í Húnabyggð og Grunnskólanum á Hvammstanga hittast og sækja ýmsar skemmtilegar smiðjur farið var kl. 11:30 og er von á hópnum til baka um 23:00.

Skólahópur leikskólans heimsótti yngsta stigið í dag og var ýmislegt brallað bæði innan sem utandyra. Gaman að fá svona fjölmennan og fjörugan hóp í heimsókn. 
 
Þriðjudaginn 4.okt kl. 10:00 verður nemendum í 9. og 10. bekk boðið í Fellsborg á leiksýninguna Góðan daginn faggi sem sýnd hefur verið í Þjóðleikhúsinu síðustu mánuði.
Þar fer Bjarni Snæbjörnsson leikari á kostum. Hægt er að kynna sér sýninguna hér: https://leikhusid.is/frettir/https-leikhusid-is-syningar-godan-daginn-faggi/ 
 
Minnum á aðalfund foreldrafélagsins sem verður í Höfðaskóla miðvikudaginn 5.okt kl. 20:00 og eru allir foreldrar hvattir til að mæta. 
 
Nokkur atriði sem við viljum minna á:
- hafragrautur í boði alla morgna frá 7:50 nemendum að kostnaðarlausu.
- ávaxtastund á miðvikudögum í nestistímanum, einnig að kostnaðarlausu.
- mikilvægt að passa að sundfötin séu með í för þá daga sem sundkennsla er.
- íþróttir eru nú kenndar innandyra í íþróttahúsinu og þá skiptir máli að vera með tilheyrandi fatnað.
 
Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang. Munum að klæða okkur eftir veðri og nú væri ráð að yfirfara endurskinsmerki á útifatnaði og skólatöskum fyrir veturinn.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Sara Diljá