Heil og sæl
Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Í gær fengu allir nemendur skólans að sjá sýningu í boð Komedíuleikshússins. Foreldrafélag Höfðaskóla styrkti komu þeirra.
Í næstu viku fer 7. bekkur í Reykjaskóla og mun dvelja þar í skólabúðum ásamt Giggu alla vikuna.
Nú förum við að huga að undirbúning fyrir Utís foreldra sem er 26.okt, það verður allt saman auglýst betur þegar nær dregur.
Við minnum aftur á mikilvægi þess að yfirfara endurskinsmerkin þar sem er orðið ansi dimmt á morgnanna þegar við mætum í skólann.
Hafragrauturinn góði er svo alltaf á sínum stað á morgnanna :)
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa