Föstudagskveðja

Heil og sæl öll
 
Á mánudaginn fer Inga Jóna ásamt nokkrum nemendum í heilsufræðivali á Sauðárkrók þar sem þau fá að kynnast Crossfit undir handleiðslu þjálfara þar. 
 
Miðvikudaginn 26.okt n.k. verður opið hús þar sem nemendur í Höfðaskóla ætla að halda menntabúðir fyrir gesti og gangandi frá kl. 16:00-18:00. Þar ætla nemendur að kynna hin ýmsu tæki og tól og hvetjum við alla til þess að mæta og kynna sér starfsemi og skoða skólahúsnæðið í leiðinni. Nemendur í 10. bekk verða með vöfflur og kaffi/djús til sölu á 500 krónur en Vilko styrkti þau um vöfflumix og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
 
Breytingar urðu starfsmannahaldi á mánudaginn þegar Sara Diljá fór í leyfi. Nánari upplýsingar voru sendar foreldrum/forráðamönnum í tölvupósti. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Starfsfólk Höfðaskóla