Föstudagskveðja

Heil og sæl kæru skólavinir

Í vikunni komu Sara Diljá og Fjóla Dögg aftur til starfa eftir barneignarleyfi. Fjóla tók við umsjón í 1. og 2. bekk ásamt Berglindi Rós og Sara fór aftur inn í stjórnendateymið með Guðrúnu Elsu. 
 
Vikan var með óhefðbundnu sniði hjá okkur þar sem það var starfsdagur á þriðjudaginn og á miðvikudaginn mættu foreldrar/forráðamenn í viðtöl til umsjónarkennara barna sinna. Viðtölin voru vel sótt og þökkum við öllum kærlega fyrir komuna. Gott samstarf milli heimila og skóla skiptir miklu máli. Við minnum á að foreldrar/forráðamenn eru alltaf velkomin í heimsókn til okkar, það þarf ekki að gera boð á undan sér. 

Í næstu viku verður starfsdagur hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd sem starfsfólk Höfðaskóla mun taka þátt í og því fellur skólahald og frístund niður föstudaginn 27. janúar.
 
Við minnum á mikilvægi þess að nemendur mæti með íþróttaföt þá daga sem íþróttatímar eru á stundaskrá. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Áfram Ísland
 
Kveðja
Sara Diljá og Guðrún Elsa