Heil og sæl
Þessi vika var í styttra lagi hjá okkur en þó var nóg um að vera. 9. og 10. bekkur voru á skyndihjálparnámskeiði á þriðjudag og miðvikudag sem gekk vel.
Myndir frá því má sjá hér.
Skóladagatal næsta skólaárs er nú í vinnslu og hafa drögin verið birt
hér.
Í næstu viku er aftur stutt vika þar sem sumardagurinn fyrsti er á fimmtudaginn og starfsdagur sem starfsfólk hefur nú unnið af sér á föstudag, það fá því allir langt helgarfrí þá.
Nú er heldur betur farið að síga á seinni hlutann á skólaárinu, tíminn æðir áfram og áður en við vitum af hringjum við út í sumarfrí. Það er þó margt framundan á þeim vikum sem eftir eru, sem dæmi má nefna er skólamyndataka, list fyrir alla, danskennsla, viðburðurinn Perlað af Krafti, vorferðir nemenda og margt fleira :)
Allt verður þetta auglýst þegar nær dregur hverjum viðburði fyrir sig.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa