Föstudagskveðja

Sæl og blessuð

Vikan leið hratt í Höfðaskóla og það var ýmislegt um að vera. Unglingastig fékk Bjössa rafvirkja í heimsókn og hann kenndi nemendum að búa til millistykki, lóða og nýta sítrónur og kartöflur sem orkugjafa.

Nemendur í 4.bekk þreyttu samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði.  Sú hefð hefur skapast hér í Höfðaskóla að nemendur fá kaffi í boði skólans að prófi loknu og í þetta sinn var boðið uppá pizzastykki, ostaslaufur og epla/appelsínusafa.  

Kennarar eru í óða önn að ljúka við að færa inn niðurstöður úr Lesfimi og verða þær sendar heim með nemendum í næstu viku. 
Niðurstöður verða einnig aðgengilegar á Mentor. 

Annars er lítið að frétta úr skólastarfinu um þessar mundir, lífið gengur sinn vanagang og allir hressir og kátir.

 Við vonum að þið njótið helgarinnar

Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Sara Diljá