Sæl og blessuð
Vikan gekk vel í Höfðaskóla og margt skemmtilegt um að vera eins og vanalega.
Lögreglumenn frá LRH komu í heimsóttu alla nemendur skólans og rithöfundurinn Gunnar Helgason hitti nemendur 6. og 7.bekkkjar gegnum teams og átti við þau gott samtal, við þökkum þessum gestum okkar kærlega fyrir að gefa sér tíma til að hitta nemendurna.
Aðalfundur foreldrafélagsins var haldinn í vikunni og þegar komin er niðurstaða varðandi stjórnarskipan mun það birtast hér á heimasíðunni. Foreldrafélagið er með emailið foreldrafelag@hofdaskoli.is ef þið viljið koma t.d. sniðugum hugmyndum á framfæri eða langar að fá að starfa náið með félaginu án þess að sitja í stjórn.
Miðvikudaginn 20.sept verður skipulagsdagur/viðtalsdagur og ættu allir foreldrar/forráðamenn að hafa fengið aðgang að Mentor til að geta skráð sig og barnið sitt í viðtal hjá umsjónarkennara.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |