Sæl og blessuð
Áfram líður tíminn og skólaárið er komið vel af stað. Í vikunni sem nú er að líða voru nemendaviðtöl sem voru vel sótt og þökkum við öllum sem komu kærlega fyrir góð og gagnleg viðtöl. Gott samstarf milli heimila og skóla skilar sér til nemenda á þann veg að þeim líður betur og námsárangur verður betri. Við minnum á að foreldrar/forráðamenn eru alltaf velkomnir í heimsókn til okkar, slíkt þarf ekki einungis að vera á sérstökum viðtals dögum.
Lesferill verður lagður fyrir núna í september og verða niðurstöður nemenda aðgengilegar á Mentor. Mikilvægt er að halda vel á spöðunum þegar kemur að heimalestri og sinna þeim hluta náms vel ekki síður en þeim hluta sem fram fer í skólanum.
Þetta skólaárið mun verða sameiginleg stjórn nemendafélagsins og félagsmiðstöðvarinnar. Í stjórn skólaárið 2023-2024 sitja:
- Úr 8. bekk eru það Patrik Máni Róbertsson og Ylfa Fanndís Hrannarsdóttir.
- Úr 9. bekk eru það Alexander Áki Hall Sigurðsson og Anton Logi Reynisson.
- Úr 10. bekk eru það Logi Hrannar Jóhannsson og Sigríður Kristín Guðmundsdóttir.
Stjórnin tekur til starfa í næstu viku og það verður spennandi að fylgjast með hvað félagið gerir skemmtilegt á skólaárinu.
Við minnum á mikilvægi þess að yfirfara endurskinsmerkin þar sem er orðið ansi dimmt á morgnanna þegar við mætum í skólann.
Hvetjum ykkur til að fylgjast vel með á heimasíðunni okkar en þar setjum við inn allar helstu fréttir.
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Sara Diljá