Föstudagskveðja

Heil og sæl

Aftur er kominn föstudagur, tíminn líður hjá á ógnarhraða. 

Vikan í Höfðaskóla gekk ljómandi vel. Skólastarfið er með rólegra móti þegar kemur að vettvangsheimsóknum eða ferðalögum vegna stöðunar í samfélaginu en að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang hjá okkur.

Við reynum að vera dugleg að setja fréttir og myndir á heimasíðuna og hvetjum ykkur til að vera dugleg að fylgjast þar með. Í þessari viku má t.d. sjá myndir úr smíðakennslu á yngsta- og miðstigi, af náttúrufræði verkefnum hjá miðstigi og frá lestrarstund á yngsta stigi. 

Í næstu viku er stefnan að halda fyrsta fund skólaársins í umhverfisnefnd og halda áfram vinnunni í átt að því að verða skóli á grænni grein. Við vorum búin að skipuleggja viðburði í tengslum við það í vor sem við þurftum að fella niður en getum vonandi haldið þá þegar líður á þetta skólaár.

Annars höldum við áfram að taka eina viku í einu og skipuleggja skólastarfið út frá ástandinu og þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni. 

Að lokum skorum við á ykkur að fara yfir vetrarfötin um helgina svo allt verði klárt þegar veturkonungur skellur á af fullum þunga :) 


Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa