Föstudagskveðja

Nemendur 6.bekkjar voru ekki að láta snjókomuna aftra sér og drifu sig eina mílu í morgun.
Nemendur 6.bekkjar voru ekki að láta snjókomuna aftra sér og drifu sig eina mílu í morgun.

Heil og sæl 

Vindasöm vika að baki sem endaði í þessum fína fyrsta snjódegi skólaársins. Nemendur 6.og 7.bekkjar sem taka þátt í verkefninu Mílan létu það ekki á sig fá og fóru í göngutúr sama hvernig blés.

Það verður tómlegt hjá okkur í næstu viku þegar 7.bekkur fer í skólabúðirnar á Reykjum en þau eiga eftir að skemmta sér konunglega og koma heim reynslunni ríkari. 

Fimmtudaginn 19. október, verður valgreinadagur unglinga haldinn á Skagaströnd, þá fáum við heimsókn frá Grunnskóla Húnaþings vestra og Húnaskóla en þaðan koma nemendur úr 8.-10. bekk.

Bendum ykkur á að skoða viðburðadagatal skólans en þar koma fram helstu dagsetningar og viðburðir er varða skólastarfið.

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa