Föstudagskveðja

Heil og sæl

Nemendur Höfðaskóla eru í óða önn að ljúka við þau verkefni sem þurfa að klárast fyrir annarlok og kennarar á fullu í námsmatsvinnu þar sem vorönn hefst 17.janúar. 

Þriðjudaginn 16.janúar verður skipulagsdagur/viðtalsdagur og ættu allir foreldrar/forráðamenn að hafa fengið aðgang að Mentor til að geta skráð sig í viðtal hjá umsjónarkennara.  Sú nýjung verður í ár að hægt er að bóka viðtöl við stjórnendateymi til viðbótar við viðtöl við umsjónarkennara og eru alveg valfrjáls.

Veðrið er síbreytilegt og við minnum á að mikilvægt er að nemendur komi vel klæddir í skólann. Gott er að hafa auka par af sokkum með í skólatöskunni.  

Að lokum minnum við á hafragrautinn góða sem Haddý töfrar fram á hverjum morgni og er í boði frá 7:45. Einnig er ávaxtastund á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og því ekki þörf á að koma með nesti þá daga.

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa