Föstudagskveðja

Vikan í Höfðaskóla var með aðeins óhefðbundnu sniði þar sem það var viðtalsdagur s.l. þriðjudag. Viðtölin voru vel sótt og þökkum við öllum sem komu kærlega fyrir komuna, það er alltaf gaman að fá foreldra og forráðamenn inn í skólann. 

Í vikunni hóf Hrafnkell Heiðarr Sigurðarson störf í frístund og þann 5. febrúar n.k. mun Jenný Lind Sigurjónsdóttir koma inn í afleysingar sem stuðningsfulltrúi. Við bjóðum þau bæði velkomin í okkar góða hóp. 

Vikan var frekar köld og við minnum á mikilvægi þess að nemendur séu vel klæddir. Oft liggur okkur á út á morgnanna og þá er gott að hoppa í strigaskó og húfan vill gjarnan gleymast heima, en við skulum hjálpast að við að muna eftir því að klæða okkur eftir veðri. 

Nemendur í textíl teiknuðu á efni og saumuðu púða. Myndir hér.

Næsta vika verður stutt í annan endan þar sem starfsdagur verður hjá öllu starfsfólki sveitarfélagsins föstudaginn 26. febrúar þar sem við munum hlusta á fræðslu um ýmis mál. 

Við vonum að þið njótið helgarinnar. 
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa