Föstudagskveðja

Skólahópur leikskólans í heimsókn.
Skólahópur leikskólans í heimsókn.

Loksins er febrúar genginn í garð en janúar var orðinn ansi langdreginn að mati margra nemenda í skólanum. Veðrið hefur verið með besta móti og ýmislegt verið brallað. 

Í vikunni fengu nemendur í frístund nýtt dót þegar hreyfikubbar og fleiri segulkubbar komu í hús. Þau skemmtu sér konungleg við leik en myndir frá því má sjá hér.

Þorgrímur Þráinsson kom einnig í heimsókn í vikunni, frétt frá þeirri heimsókn hér.

Næsta vika er stutt í annan endan þar sem nemendur og starfsfólk eru á leið í vetrarfrí, 9. 12. og 13. febrúar. Við komum svo endurnærð til baka og skelltum okkur beint í öskudagsgleði. 

Skólahópur leikskólans kom einnig í sína vikulegu heimsókn, það lífgar alltaf upp á skólastarfið þegar vinir okkar koma til okkar. Mynd frá þeirri heimsókn fylgir hér fréttinni.

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa