Nú erum við loksins farin að sjá sólina hækka á lofti og aðeins farið að birta á morgnanna þegar við mætum í skólann. Vorið er samt ekki alveg komið og endurskinsmerkin því enn nauðsynleg.
Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Í gær, fimmtudag, stóðu nemendur í ritstjórn Höfðafrétta fyrir þemadegi og var þemað að þessu sinni íþróttatreyjur. Mörg mættu í treyjum og nokkrar myndir frá deginum má sjá hér.
Í næstu viku er dagur stærðfræðinnar sem við ætlum að halda uppá með einhverjum hætti og ef veður verður okkur hagstætt stefnum við að því að fara á skíði í Tindastól föstudaginn 15. mars, allt í góðu boði Fram. Farið verður frá skólanum kl. 10:00 og komið heim milli 14:00 og 15:00. Öll sem vilja koma með og aðstoða mega endilega láta okkur vita sem fyrst.
Ávaxtastundin okkar er núna þrisvar sinnum í viku og er mikil ánægja með það fyrirkomulag. Vonandi fjölgar dögunum í fimm áður en langt um líður.
Að lokum minnum við að á öll eru velkomin í heimsókn til okkar, það er alltaf gaman þegar fólk úr samfélaginu kíkir við og sér hvað við erum að fást við dag frá degi og fær sér jafnvel kaffisopa :)
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |