Föstudagskveðja á fimmtudegi fyrir vetrarfrí

Nú er framundan vetrarfrí í Höfðaskóla föstu-, mánu- og þriðjudag og kennsla hefst aftur miðvikudaginn 14.febrúar. Þann dag ætlum við að halda upp á öskudaginn, mæta í búningum og gera okkur glaðan dag. Nemendum 1.-4.bekkar stendur til boða að mæta í frístund og fara með hópnum milli fyrirtækja og syngja fyrir nammi. 

Höfðaskóli mun taka þátt í lífshlaupinu þetta árið bæði starfsfólk og nemendur, það verður gaman að fylgjast með því. 

Nemendur 1.og 2.bekkjar héldu uppá það í vikunni að 100 dagar eru síðan skólinn var settur, sjá frétt hér.

 

Við vonum að þið njótið vetrarfrísins
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa