Sæl kæru vinir og gleðilegt nýtt ár
Skólastarfið fer vel af stað eftir gott jólafrí
Nemendur eru í óða önn að ljúka við þau verkefni sem þurfa að klárast fyrir annarlok og kennarar á fullu í námsmatsvinnu þar sem vorönn hefst 19.janúar.
Veðrið er síbreytilegt á þessum árstíma og við minnum á að mikilvægt er að nemendur komi vel klæddir í skólann. Gott er að hafa auka par af sokkum með í skólatöskunni.
Að lokum minnum við á hafragrautinn góða sem Haddý töfrar fram á hverjum morgni og er í boði frá 7:45. Einnig er ávaxtastund á miðvikudögum og því ekki þörf á að koma með nesti þá daga.
Ég vona að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |