10.bekkur fékk heimsókn frá námsráðgjafa og fulltrúum nemendafélags fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og fengu fræðslu um námsframboð þar.
Unglingastig er að vinna út frá Laxdælu að ýmsum skapandi verkefnum bæði á tölvum og á blöðum. Nemendur í valgreininni undirbúningur fyrir ökunám fengu að kynnast sektarreiknivél ríkislögreglustjóra.
Vikan hjá miðstigi er búin að vera viðburðarrík. Í samfélagsfræði eru 4. - 7. bekkur að vinna saman verkefni um trúarbrögð heimsins og voru að búa til bænahús út frá hinum ýmsu trúarbrögðum og notuðu eingöngu efnivið úr endurvinnanlegum hlutum. Í leiklist fóru þau út í alls kyns leiki. Nemendur byrjuðu einnig á handritunum sínum en þau ætla að taka þátt í verkefninu Handritin til barnanna á vegum Árnastofnunar. Í ensku voru t.d. búin til borðspil sem allir spiluðu og höfðu gaman af. Á miðvikudaginn vorum við með “Sýnt og sagt frá” en þá koma nemendur með einhverja sniðuga og forvitnilega hluti að heiman til þess að sýna okkur og segja frá þeim. Við fengum að heyra fullt af fróðleik og sjá fullt af skemmtilegum hlutum eins og t.d. hauskúpu af hnísu, bláan ópalpakka, gamla vekjaraklukku, styttu og margt fleira. Myndir af mununum hér.
Á yngsta stigi er verið að æfa sögu og ljóðagerð og í samfélagsfræði er verið að lesa söguna Gummi fer að veiða með afa. Eins og áður sagði er 4.bekkur að vinna verkefni með miðstigi. Þau hafa einnig verið að æfa virðingu og vináttu.
Miðstig óskar ykkur öllum góðrar helgar og hafið það gott í vetrarfríinu.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |