Heil og sæl
Helgin hófst aðeins fyrr en áætlað vegna Covid smits sem kom upp á unglingastigi.
Allir nemendur og starfsmenn skólans fóru í úrvinnslusóttkví frá og með miðvikudagskvöldinu 12.janúar kl. 22:30 og gildir hún í 48 klukkustundir nema annað komi fram. Minnum á að sömu reglur gilda í úrvinnslusóttkví og sóttkví (sjá á https://www.covid.is/undirflokkar/sottkvi)
Erfiðlega hefur gengið að fá leiðbeiningar um næstu skref frá rakningarteyminu en við erum í góðu sambandi við almannavarnir hér á svæðinu ásamt hjúkrunarfræðingi og við tökum því sem að höndum ber og vonum að allir fari varlega. Ef ekki berast upplýsingar fyrir kvöldið þá gæti farið svo að úrvinnslusóttkví verði lengd um sólarhring.
Við minnum á mikilvægi þess að skoða tölvupóstinn sinn og heimasíðu skólans til að vera upplýst þegar breytingar berast.
Við erum ótrúlega þakklátar fyrir þá þolinmæði og þann skilning sem skólasamfélagið allt hefur sýnt í þessu ástandi.
Með góðum kveðjum
Guðrún Elsa og Dagný Rósa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |