Heil og sæl
Enn á ný er kominn föstudagur. Vikurnar líða áfram og brátt er febrúar hálfnaður. Vetur konungur minnti aðeins á sig í upphafi vikunnar en það er nú eitthvað sem við er að búast á þessum árstíma.
Covid er byrjað að narta í hælana á okkur og smit hafa greinst innan skólans. Samkvæmt nýjum reglum þá þurfa einstaklingar sem eru útsettir utan heimilis hvorki að fara í sóttkví né smitgát. Við biðlum til foreldra að vera vel vakandi og fara með nemendur í sýnatöku ef einkenni gera vart við sig. Góðar og gagnlegar upplýsingar er hægt að nálgast á https://www.covid.is/
Foreldrakönnun skólapúlsins hefur verið send út og hvetjum við foreldra til að taka þátt. Skólinn þarf að ná 80% svarhlutfalli svo könnunin teljist marktæk.
Ég minni á mikilvægi þess að láta vita ef nemendur eiga að vera í leyfi, hægt er að hringja að morgni, senda umsjónarkennara tölvupóst eða tilkynna hér í gegnum heimasíðuna.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Guðrún Elsa og Dagný Rósa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |