Föstudagskveðja frá unglingastigi

Þessi vika hefur verið viðburðarrík og nokkuð köld veðurfarslega.
 
Nemendur unglingastigs hafa unnið að verkefnum tengdum rafmagsfræði, vindmyllum og orkuöflun og verður áframhald á þeirri vinnu í næstu viku.
 
Nemendur miðstigs hafa meðal annars verið að vinna að tímalínu varðandi tækniþróun og þá hafa þeir einnig verið að læra um almenn brot og dönsku.  Fimmtudag og föstudag þreyttu svo nemendur 7. bekkjar samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði.
 
Nemendur á yngsta stigi hefur verið að læra ýmislegt um lífverur og hafa unnið meðal annars hugtakakort varðandi þær. Þá er verið að rækta linsubauna- og melónuplöntur á yngsta stigi.

Nemendur unglingastigs er afar þakklátt fyrir að lúsin er ekki mætt þetta haustið og vilja því minna alla á mikilvægi þess að kemba reglulega. 


Góða helgi