Heil og sæl kæru vinir!
Vikan í Höfðaskóla hefur einkennst af veikindum, bæði hjá nemendum og starfsfólki. Margir hafa legið í flensu en við vonum að nú sé hún á undanhaldi.
Framundan er vetrarfrí á mánudag og þriðjudag svo næsti kennsludagur er miðvikudagurinn 27. nóvember. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að desember sé handan við hornið þar sem okkur finnst við nýbúnar að setja skóla.
Í desember verður eitthvað um uppbrot frá hefðbundinni kennslu og verður það allt auglýst í byrjun desember. Við stefnum að því að halda jólaföndurdag eins og undanfarin ár, við munum fara í kirkjuna og hlusta á jólasögu og syngja nokkur lög, jólagrauturinn verður á sínum stað sem og litlu jólin sem haldin verða 19. desember.
Veðrið heldur áfram að leika við okkur, nemendur eru sumir hverjir farnir að kvarta undan snjóleysi en við þökkum fyrir hvern dag af blíðskaparveðri eins og hefur einkennt undanfarna daga og vikur.
Við vonum að þið njótið vetrarfrísins.
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
e.s. það eru 32 dagar til jóla :)
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |