Föstudagskveðja fyrir vetrarfrí

Heil og sæl

Þessi vika er stutt í annan endan þar sem við erum með vetrarfrí á morgun og á mánudag. Vikan gekk vel hjá okkur og margt spennandi í gangi. 
 
Eins og hefur eflaust ekki farið framhjá neinum stendur til að herða sóttvarnaraðgerðir en við höfum ekki enn fengið fréttir af því hvort og þá hvernig þær munu hafa áhrif á skólastarf. Við höldum ykkur upplýstum ef breytingar verða. 
 
Nemendur á yngsta stigi fengu í vikunni endurskinsmerki í gjöf en þau voru að ljúka við umferðarþema. Endurskinsmerki eru nauðsynleg þegar dimmt er úti og hvetjum við foreldra á öllum stigum að yfirfara flíkur og töskur barnanna sinna og gæta þess að allir sjáist vel í myrkrinu. 
 
Við vonum að þið njótið vetrarfrísins 
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa