Þá er skólavikan að renna sitt skeið og vetrarfrí hjá nemendum og starfsfólki handan við hornið en frí verður á mánudag og þriðjudag.
Í vikunni var ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt brallað. Nemendur unnu ýmis verkefni innandyra og utan og nemendur í 8.-10. bekk svöruðu íslensku æskulýðsrannsókninni. Í list- og verkgreinum unnu nemendur fjölbreytt verkefni og á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá afrakstur vinnu í textíl hjá nemendum á miðstigi.
Veðrið hefur leikið við okkur og verið hálfgert vor í lofti þrátt fyrir að við séum stödd í febrúar. Nemendur hafa sumir hverjir dregið fram hjólin sín og því minnum við á mikilvægi þess að nemendur séu með hjálma þegar hjólað er.
Í gær stóð nemendafélagið fyrir bíó kvöldi fyrir nemendur á miðstigi sem heppnaðist mjög vel, nemendur horfðu á myndina Goosbumps og fengu popp og drykk.
Næsta vika verður stutt v. vetrarfrís en föstudaginn 28. febrúar verður glitrandi dagur í Höfðaskóla en þann dag tökum við þátt í viðburði Einstakra barna þar sem markmiðið er að vekja athygli á sjaldgjæfum sjúkdómum og heilkennum. Við hvetjum öll til að sýna stuðning og mæta í einhverju glitrandi í skólann þann dag.
Við vonum að þið njótið vetrarfrísins
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |