Föstudagskveðja í hríðinni

Heil og sæl

Vikan í Höfðaskólka var aldeilis fjölbreytt, bæði þegar kemur að veðrinu og náminu. Við fengum Kiwanis og lögregluna í heimsókn til 1. bekkjar, sjá frétt um það hér og Skáld í skólum heimsóttu yngsta stig, sjá hér. 

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta árshátíðinni okkar sem fyrirhuguð var 28. nóvember en hún verður haldin 3. apríl 2025. 

Í næstu viku er dagur mannréttinda barna. Þann dag verður nemendaþing Höfðaskóla haldið líkt og í fyrra og munu stjórnendur hitta alla nemendur skólans og ræða hin ýmsu málefni. 

Veturinn er heldur betur að minna á sig í dag og þegar svo er, er mikilvægt að nemendur komi vel klædd í skólann og það er alltaf gott að vera með auka sokka í skólatöskunni. 

Desember er svo handan við hornið, en frá 1. desember verður breyting á ávaxtastund og nestismálum í skólanum. Nestistímarnir sem slíkir heyra þá sögunni til og ekki verður lengur boðið upp á hafragraut áður en kennsla hefst. Í staðin verður morgunmatur fyrir alla nemendur frá kl. 9-10 þar sem þau koma í nokkrum hollum niður í morgunmat. Við munum senda foreldrum frekari upplýsingar í tölvupósti.

Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín