Gleðilegt nýtt ár :)
Nú er allt komið á fullt aftur eftir gott jólafrí og fyrsta skólavika ársins að klárast. Nemendur virðast almennt ánægðir með að vera komnir aftur í rútínuna sína og gott að allt sé farið að rúlla aftur eftir gott frí.
Í vikunni unnu nemendur ýmis verkefni og nemendur 7. bekkjar fóru í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði með Gísla kennara. Það var ekki annað að heyra á hópnum þegar þau komu heim seinnipartinn í gær en að þau hafi skemmt sér vel, eignast fullt af nýjum vinum og styrkt tengslin við gamla vini. Á Reykjum brölluðu krakkarnir margt skemmtilegt, en stelpurnar dressuðu, máluðu og greiddu til dæmis strákunum fyrir tískusýningu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, glæsilegir báðir tveir þeir Arnar Gísli og Sigurjón Ýmir.
Miðvikudaginn 15. janúar n.k. er viðtalsdagur hjá okkur og því ekki hefðbundin kennsla né frístund þann dag. Umsjónarkennarar munu senda foreldrum upplýsingar um fyrirkomulag viðtala ásamt upplýsingum um hvar eigi að skrá sig, en fyrirkomulagið getur verið aðeins mismunandi milli kennara.
Veðurspáin fyrir næstu viku er frekar blaut og því minnum við á að það er mjög gott ef nemendur eru með auka sokka í töskunni og jafnvel að þessi yngstu séu einnig með auka buxur. Mikilvægast er svo að koma klædd eftir veðri og muna eftir endurskinsmerkjunum.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Við hlökkum til samstarfsins á komandi ári
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |