Heil og sæl
Það var aldeilis margt um að vera hjá okkur í vikunni. Nemendur á miðstigi saumuðu sér svuntur í textílmennt og má sjá myndir frá því hér. Nemendur á yngsta stigi fóru í útikennslu í stærðfræðitíma að læra um form, fjölda og stærðir og má sjá myndir úr þeim skemmtilega tíma hér. Þá voru nemendur í 7.-10. bekk með sitt árlega draugahús í félagsmiðstöðinni sem var virkilega skemmtilegt að heimsækja, hræðilegt en frábært :) Þá voru nemendur í 8.-10. bekk í sjónlista viku, við fengum frábæra gjöf frá Hertz en allt þetta má sjá í fréttum á heimasíðunni okkar.
Í dag gengum við svo eina mílu saman í tilefni dags umburðarlyndis. Leiðtogi göngunnar í ár var Rögnvaldur Mar Í. Ragnarsson og stóð hann sig með stakri prýði.
Í næstu viku kemur Skáld í skólum í heimsókn til nemenda á yngsta stig og eitt og annað skemmtilegt verður brallað.
Við færumst nær og nær jólum og því er kjörið að fara að ræða tilvist jólasveinanna okkar við börnin og leggja áherslu á að trúin flytur fjöll og við berum virðingu fyrir því hverju aðrir trúa eða trúa ekki og ræðum það ekki innan veggja skólans :) Lítil eyru heyra ótrúlegustu hluti.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |