Heil og sæl
Tíminn líður og enn ein skólavikan á enda. Veðrið hélt áfram að leika okkur grátt en þetta gengur allt saman yfir og vorið kemur áður en við vitum af :)
Nemendaviðtöl fóru fram s.l. miðvikudag og við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir komuna. Einnig minnum við á að foreldrar eru alltaf velkomnir í heimsókn í skólann að fylgjast með starfinu eða spjalla við starfsfólk.
Í febrúar verður foreldrakönnun Skólapúlsins og við biðjum ykkur um að gefa ykkur tíma til að svara henni þegar þar að kemur. Það skiptir okkur öllu máli að fá marktækar niðurstöður sem við getum skoðað og unnið eftir. Í þessari könnun gefst foreldrum tækifæri til að segja sína skoðun á hlutunum og koma ábendingum á framfæri. Könnunin er nafnlaus.
Kennarar fara nú að vinna að því að leggja Lesferil fyrir nemendur og verða niðurstöður hans sendar heim þegar þær liggja fyrir. Við minnum í því samhengi á mikilvægi heimalesturs, það er nauðsynlegt að nemendur fái líka lestrarþjálfun heima fyrir og sameiginleg lestrarstund hjá fjölskyldunni er gæðastund :)
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa