Heil og sæl
Þá er fyrsta skólavikan þetta skólaárið runnin sitt skeið og gekk hún vel. Nemendur hafa verið mikið úti við þar sem veðrið hefur verið gott og unnið ýmis verkefni.
Nokkur atriði sem við viljum minna á:
- hafragrautur í boði alla morgna frá 7:50 nemendum að kostnaðarlausu.
- ávaxtastund á miðvikudögum í nestistímanum, þá daga er ekki æskilegt að nemendur komi með annað nesti að heiman. Ávaxtastundin er nemendum einnig að kostnaðarlausu.
- mikilvægt að passa að sundfötin séu með í för þá daga sem sundkennsla er.
- íþróttir eru kenndar úti fyrst um sinn og þá skiptir máli að koma klædd eftir veðri og í góðum skóm.
Í næstu viku höldum við áfram að koma okkur í rútínu og vinna fjölbreytt og skemmtilegt verkefni.
Að lokum minnum við á að okkur vantar tvo fulltrúa foreldra/forráðamanna í skólaráð. Skólaráð er góður vettvangur fyrir foreldra/forráðamenn til að hafa áhrif á skólastarfið. Ef einhver er áhugasamur má senda okkur póst á
saradilja@hofdaskoli.is eða
gudrunelsa@hofdaskoli.is
Við vonum að þið njótið helgarinnar
með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa