Föstudagskveðja

Heil og sæl

Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur og var þessi vika engin undantekning. Nemendur í 4. og 5. bekk buðu aðstandendum og öllum nemendum skólans á sýningu á víkingaverkefni sem þau hafa verið að vinna undanfarna daga. Þau teiknuðu og skreyttu myndir ásamt því að búa til rafbækur sem tengdist víkingum og lífi þeirra.

Í dag er svo alþjóðlegi bangsadagurinn og voru nokkrir auka nemendur í skólanum í dag af ýmsum stærðum og gerðum :)

Í næstu viku fá nemendur í 5.-7. bekk heimsókn frá skáld í skólum sem verður eflaust mjög skemmtilegt.
 
Hrekkjavakan verður svo haldin hátíðleg á Skagaströnd á þriðjudaginn í næstu viku en skólahald verður þó með hefðbundnum hætti þann dag. 
 
Næsta vika er síðasta heila vikan okkar fyrir vetrarfrí og verður án efa nóg um að vera.
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
 
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa