Heil og sæl
Þá er enn ein vikan að líða hjá, veðrið var nokkuð gott þó kalt sé úti og nemendur brölluðu ýmislegt skemmtilegt. Í frímínútum hefur kuldinn aðeins bitið í kinnarnar og koma þau rjóð inn eftir útiveru. Nokkrar myndir hér.
Nemendur á unglingastigi fóru á Hvammstanga s.l. miðvikudag og gekk það vel. Frétt frá því hér.
Verkefnið jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Okkur í Höfðaskóla langar að leggja þessu verkefni lið í ár, en allar upplýsingar um verkefnið má finna hér og nánari upplýsingar koma frá okkur á mánudag. Engin skylda verður að taka þátt.
Í næstu viku verða menntabúðir og opið hús hjá okkur fimmtudaginn 10. október. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag þess mun einnig berast eftir helgi.
Að lokum langar okkur að minna á mikilvægi þess að hafa jákvæðan skólabragð ætíð að leiðarljósi. Jákvæður skólabragur er hugtak sem lýsir heildarstemningu, samskiptum og viðhorfum innan skólasamfélags. Hann felur í sér að stuðla að umhverfi þar sem öll upplifa öryggi, virðingu, hvatningu og jákvæð samskipti. Þessi jákvæði andi mótar hvernig fólk vinnur saman, hvernig nemendur læra og hvernig þeir líða á meðan á skólagöngunni stendur og það er í höndum okkar allra að vinna að þessu í sameiningu :)
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |