Frá eggjabakka til listaverks

Nemendur yngsta stigs Höfðaskóla hafa undanfarið verið að vinna fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem snúa að fuglum. Sérstök áhersla var lögð á lóuna, þar sem margir tengja við vorið og endurkomu bjartari tíma.

Hugmynd verkefnanna var meðal annars sótt í bókina Lói, þú flýgur aldrei einn, sem fjallar á fallegan hátt um vináttu, tilfinningar og samkennd í gegnum ævintýri fuglsins Lóa. Nemendur unnu út frá efni bókarinnar og létu sköpunargleðina flæða.

Nemendur gerðu litríka fuglal úr pappamassa, gerður var úr gömlum eggjabökkum. Verkefnið var því ekki aðeins skapandi heldur líka umhverfisvænt, enda Höfðaskóli stoltur skóli á grænni grein. Nýting á annars ónýtu efni í listsköpun er í fullkomnum takti við þær áherslur sem skólinn leggur á sjálfbærni og umhverfisvitund.

Verkefnin voru bæði fræðandi og skemmtileg og sýna vel hvernig hægt er að samþætta náttúrufræði, bókmenntir, listsköpun og umhverfismennt á lifandi og skapandi hátt. 

Fleiri myndir hér