Sólveig Erla Baldvinsdóttir fyrrum nemandi Höfðaskóla, hefur náð glæsilegum árangri í spurningakeppninni Gettu Betur. Hún keppir, ásamt liðsfélögum, fyrir hönd Menntaskólans á Akureyri og hafa þau tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar árið 2025.
Lið MA hefur staðið sig með mikilli prýði í gegnum keppnina og sýnt bæði þekkingu og einbeitingu á öllum stigum hennar. Sólveig Erla hefur verið áberandi í liði skólans og á stóran þátt í velgengninni.
Höfðaskóli er stoltur af sínum fyrrverandi nemanda og fylgist spenntur með framhaldinu. Úrslitaþátturinn fer fram í beinni útsendingu á RÚV í kvöld kl. 20:05 og hvetjum við alla til að fylgjast með og styðja við bakið á Sólveigu Erlu og liðsfélögum hennar.
Til hamingju Sólveig Erla – Höfðaskóli stendur með þér og þínu liði!
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |