Gamanleikritið Lífið er núna!!

Allar myndir eftir James Kennedy
Allar myndir eftir James Kennedy

Leiklistardeild Höfðaskóla á Skagaströnd setur upp gamanleikritið Lífið er núna!


Fjölskylda Marteins Kvaran lifir áhyggjulausu lífi í New York á fjórða áratug síðustu aldar en lífsstíllinn stingur í stúf við venjur á þeim tíma. Þegar yngsta dóttirin, Lísa, hefur hug á að trúlofast syni kaupsýslumanns, Tomma Waage, reynir á hvort hinar ólíku fjölskyldur geti samlagast. Auk fjölskyldumeðlima blandast ýmsar persónur í málið og meðal annars koma við sögu sprengjur og flugeldar, drukkin leikkona, slöngur, Skattinnheimta ríkisins, rússneskur ballettkennari, rannsóknarlögreglan, flámæltur gullgrafari og stórhertogaynja.

Þetta er í þriðja sinn sem leiklistardeild Höfðaskóla setur upp leiksýningu að vori og sem fyrr leikstýrir Ástrós Elísdóttir og þýðir verkið, sem heitir á frummálinu You Can't Take It With You og er eftir þá Moss Hart og George S. Kaufman.

Frumsýning: miðvikudaginn 9. maí 2018 kl. 20:00
Önnur sýning: föstudaginn 11. maí 2018 kl. 20:00

Sýnt í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd, miðasala við innganginn. ATH! Enginn posi er á staðnum.

Miðaverð:
Grunnskólanemar: 1000 kr.
Fullorðnir: 2000 kr.

Leikarar í sýningunni eru nemendur í 8. - 10. bekk Höfðaskóla.

Leikarar:
Arna Rún Arnarsdóttir
Ástríður Helga Magnúsdóttir
Bylgja Hrund Ágústsdóttir
Dagný Dís Bessadóttir
Dagur Freyr Róbertsson
Embla Sif Ingadóttir
Freydís Ósk Kristjánsdóttir
Freyja Dís Jóhannsdóttir
Haraldur Bjarki Guðjónsson
Hekla Guðrún Þrastardóttir
Ingólfur Eðvald Björnsson
Jóhann Almar Reynisson
Jón Árni Baldvinsson
Kristmundur Elías Baldvinsson
Magnús Sólberg Baldursson
Mikael Garðar Hólmgeirsson
Ólafur Halldórsson
Sindri Freyr Björnsson
Snæfríður Dögg Guðmundsdóttir