Gleði og hugrekki á þorrablóti yngstu nemenda Höfðaskóla

Glatt var á hjalla hjá nemendum á yngsta stigi í dag þegar fagnað var þorranum með þorrablóti. Stemningin var einstaklega góð og það var augljóst að nemendur voru spenntir að kynnast gömlum íslenskum matarhefðum og bragða á þorramatnum.

Margir nemendur sýndu mikla hugrekki þegar kom að því að smakka á framandi mat sem þau höfðu sum hver aldrei séð áður. Sérstaka athygli vakti hákarl sem margir nemendur voru forvitnir að prófa, þó sumir hafi tekið sér góðan tíma í að safna kjarki. Það var mjög gaman að sjá hvað krakkarnir voru dugleg að prófa eitthvað nýtt.

Harðfiskurinn stal þó ótvírætt senunni og reyndist vera vinsælasti rétturinn á hlaðborðinu. Nemendur röðuðu sér margoft í biðröð til að fá sér meira af honum. Einnig vakti mikla lukku flatbrauð með hangikjöti, sem margir nemendur sögðu að væri "alveg rosalega gott."

Meðan á blótinu stóð fengu nemendur fræðslu um þorrann og gamlar íslenskar matarhefðir. Krakkarnir hafa verið að læra um uppruna þorrans og af hverju Íslendingar borðuðu þennan mat og því gott að enda á einu góðu þorrablóti.

Myndir