Góða helgi :)

Sæl öll

Nú er síðasta vikan með breyttu skólahaldi að renna sitt skeið. Á mánudaginn ganga nemendur aftur inn í þær stundatöflur sem þau höfðu fyrir samkomubann og lífið fer í aðeins meiri rútínu aftur :)
 
Þó svo að starfsfólk skólans hafi verið meðvitað um hversu gott skólasamfélagið á Skagaströnd er áður en covid ástandið skall á erum við enn sannfærðari um það nú að Höfðaskóli á góða að á öllum vígstöðum. Enn og aftur langar okkur að þakka ykkur, kæru foreldrar, forráðamenn, ömmur, afar og allir aðrir velunnarar fyrir samstarfið undanfarnar vikur. Það hefur auðveldað þær skipulagsbreytingar sem ráðist var í að hafa gott fólk með okkur í liði. Nú höldum við áfram og klárum skólaárið með stæl :)
 
Allar líkur eru á að skólaslitin þetta árið verði með breyttu sniði. Við bíðum eftir fyrirmælum og munum upplýsa ykkur um fyrirkomulag skólaloka þegar nær dregur. 
 
Á morgun er 1. maí og því frí í skólanum.
Við vonum að þið njótið helgarinnar, við sjáumst á mánudag - í rútínu :)

Kærar kveðjur
Sara Diljá og Guðrún Elsa