Í dag fór yngsta stig inn að Hrafná. Tilgangur ferðarinnar var að nýta góða veðrið og safna skeljum sem við ætlum að reyna að föndra úr seinna. Hrafná og fjaran er endalaus uppspretta ævintýra og margt sem heillar. Í dag var sko lukkan heldur betur með hópnum þegar forvitinn selur fór að fylgjast með krökkunum. Hann synti fram og aftur, veifaði okkur og kom mjög nálægt landi. Þegar hann stakk höfðinu upp úr til að kíkja á krakkana hoppuðu þau af kæti yfir þessum forvitna félaga.
Frábær ferð þrátt fyrir nokkrar blautar tásur