Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Þann 5.febrúar sl. hófust þættir á RÚV sem bera heitið HM 30 og er sýndur einn þáttur vikulega. Í þáttunum fara tveir þáttastjórnendur yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og vill svo skemmtilega til að annar þeirra er nemandi Höfðaskóla, Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Það verður spennandi að fylgjast með þessum fróðlegu þáttum.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar og upptökur af þáttunum.