Heimsókn 5. og 6. bekkjar í BioPol

Í morgun fóru nemendur í 5. og 6. bekk í heimsókn í  BioPol, rannsóknarstofu sem sérhæfir sig í örverufræði og líftækni. Þar tók Judith, einn af vísindamönnum rannsóknarstofunnar, á móti þeim og kynnti þeim fyrir heillandi heimi baktería og rannsókna.

Judith útskýrði hvernig bakteríur gegna margvíslegum hlutverkum, bæði í náttúrunni og mannslíkamanum, og sýndi nemendum fjölbreytt tæki og tól sem notuð eru á rannsóknarstofunni. Nemendur fengu einnig að sjá hvernig sýni eru tekin og rannsökuð, sem vakti mikla forvitni og áhuga hjá þeim. Þau fengu m.a. að sjá frystiskáp þar sem kuldinn er -70°

Heimsóknin var bæði upplýsandi og hvetjandi fyrir unga vísindamenn framtíðarinnar, og nemendur stóðu sig frábærlega með góðum spurningum og áhuga.

Heimsóknin er hluti af náttúrufræðikennslu, en í náttúrufræði hafa krakkarnir verið að læra um bakteríur og veirur. 

Við viljum þakka Judith og öllu starfsfólki BioPol innilega fyrir dýrmæta fræðslu og hlýjar móttökur.

Myndir hér