Hvernig lítur DNA út?
Þetta er spurning sem nemendur unglingastigs leituðu svara við í gærmorgun en þá kom Elín Ósk Björnsdóttir BS nemi í líftækni við HA og gamall nemandi Höfðaskóla í heimsókn og kenndi nemendum að ná DNA úr jarðarberjum.
Það er mjög auðvelt að eingangra DNA úr jarðarberjum. Það sem til þarf er jarðarber, salt, uppþvottalög og etanól (hægt að notast við handspritt). Þegar búið var að einangra DNA í etanólinu var það tekið upp með tannstönglum og skoðað í víðsjá. Þetta var hin fróðlegasta kennslustund og þökkum við Elínu fyrir aðstoðina. Fyrir áhugasöm er hægt að sjá á heimasíðu Vísindasmiðjunnar hvernig DNA er einangrað úr lauk, sjá hér.
Auðvitað voru teknar margar myndir sem hægt er að sjá hér.
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |