Hjólaferð

Nemendur í 4. bekk skelltu sér í hjólaferð í morgun ásamt umsjónarkennara. 
Áður en haldið var af stað horfði hópurinn á  myndband um það hvernig best er að stilla hjólin og hjálmana,  ásamt því að fara yfir helstu reglur í umferðinni. Með hjálmana rétt stillta og allir klæddir fagurgulum vestum var skellt sér  út og hjólað að golfskálanum.
Á leiðinni ræddi hópurinn um umhverfið, örnefni og kennileti. Þegar komið var að golfskálanum var sparinesti snætt í góða veðrinu og að sjálfsögðu var passað að allt rusl færi með aftur heim. Farið var í nokkra leiki og hjólað svo aftur í skólann.

Þetta var frábær dagur fyrir útivist, veðrið lék við nemendur sem skemmtum sér konunglega.

Fleiri myndir er svo hægt að sjá hér.