Hjólaleiðangur

Í dag fóru nemendur í 3. og 4. bekk í hjólaleiðangur í góðu veðri. Við hjóluðum upp í hesthúsin hennar Fjólu Daggar og kíktum þar á hestana og gáfum þeim hey og köggla ásamt því að klappa þeim og sópa. Því næst tókum við nestispásu úti í náttúrunni og kíktum í fjárhúsin til Jóns Heiðars í sauðburð. Þar héldum við á lömbum og höfðum gaman. Rétt áður en við komum fæddist lamb og fengum þau því að sjá alveg nýtt lamb. Börnin skemmtu sér vel og höfðu gaman af. Sum voru að halda á lömbum í fyrsta sinn. Áður en við fórum aftur í skólann og í hádegismat fórum við á belginn. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

 Myndir úr ferðinni er hægt að nálgast hér