Hönnun og hugvit í fyrirrúmi – Nemendur vernda egg í fallprófi

Á miðvikudaginn í síðustu viku tóku nemendur í tilraunavali þátt í keppni þar sem markmiðið var að hanna leið til að vernda egg gegn skemmdum þegar það var látið falla úr mikilli hæð.

Eins og má sjá á meðfylgjandi myndum nýttu nemendur fjölbreyttan efnivið og skapandi hugsun til að leysa áskorunina. Reyndu sumir að nota fallhlífar til að koma egginu sínu öruggu niður til jarðar, á meðan aðrir notuðu blöðrur, pappakasa, tuskur, sykurpúða, og önnur mjúk efni til að draga úr álagi við lendingu. Hópurinn sem vann keppnina var valinn fyrir frumlegustu hönnunina og fyrir að halda egginu sínu óskemmdu.

Viðburðurinn reyndist nemendum bæði skemmtilegur og fræðandi og gaf þeim tækifæri til að speyta sig í hönnun og verkfræði á áhugaverðan hátt.

Myndir hér