Senn líður að skólabyrjun og nú er ljóst að skólasetning fer fram með svipuðu sniði og síðasta haust v. Covid takmarkana. Við vonuðumst til að geta haft hefðbundna skólasetningu en svo verður því miður ekki.
Skólasetning Höfðaskóla fyrir skólaárið 2021-2022 fer fram mánudaginn 23. ágúst. Nemendur mæta beint í skólann en ekki í kirkjuna eins og vaninn er og mikilvægt er að aðeins annað foreldrið eða annar forráðamaðurinn fylgi hverju/m barni/systkinum. Vinsamlegast athugið að grímuskylda er fyrir foreldra/forráðamenn. Tímasetningar á skólasetningu eru:
Í haust eru skráðir 70 nemendur í Höfðaskóla sem er fækkun á milli ára. Breyting verður á dagafjölda en við förum úr 175 dögum í 180 skóladaga.
Breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi síðan á síðasta skólaári. Ástrós Elísdóttir, Ílóna Sif Ásgeirsdóttir og Lilja Dögg Hjaltadóttir hafa allar látið af störfum og þökkum við þeim kærlega fyrir gott samstarf. S. Agnes Sævarsdóttir er í leyfi og Inga Jóna Sveinsdóttir í barneignarleyfi. Elva Þórisdóttir er komin aftur til starfa eftir námsleyfi.
Í ár verður Erna Berglind Hreinsdóttir umsjónarkennari 1. og 2. bekkjar, Vigdís Elva Þorgeirsdóttir 3. og 4. bekkjar, Halla María Þórðardóttir og Þorgerður Þóra Hlynsdóttir skipta með sér umsjón hjá 5.-7. bekk og þær Dagný Rósa Úlfarsdóttir og Elva Þórisdóttir hjá 8.-10. bekk.
Frístund verður starfrækt með svipuðu sniði og undanfarin ár og er hún í boði fyrir nemendur á yngsta stigi eftir að venjulegum skóladegi lýkur. Starfsmenn frístundar skólaárið framundan eru Erna Ósk og Judith Maria.
Frístund verður í boði endurgjaldslaust fyrir alla nemendur á yngsta stigi út ágúst. Eftir það hafa aðeins skráðir nemendur aðgang að frístund en skráning fer fram hér.
Skráning í frístund veturinn 2021-2022Mötuneytið okkar verður áfram staðsett í Fellsborg og geta foreldrar skráð börnin sín í mat hér.
Skráning í mat veturinn 2021-2022. Ekki verður gerð krafa um lágmarksskráningu (hægt að skrá sig á einn dag þess vegna). Skráning þarf að berast fyrir 27. ágúst 2021. Ef þið viljið breyta eða segja upp áskrift eftir að skráningartíma lýkur er það gert á netfanginu
skagastrond@skagastrond.isVið munum áfram bjóða upp á hafragraut á morgnanna áður en kennsla hefst og verður hann í boði frá fyrsta hefðbundna skóladeginum, 24. ágúst frá klukkan 7:45. Haddý sér um grautinn í vetur.
Sund verður áfram kennt tvo morgna í viku, mánudaga og þriðjudaga. Kiddi sér um akstur til og frá sundlaug.
Að lokum minni ég aftur á að aðeins einn fylgi nemendum á skólasetningu og sami aðili fylgi systkinum.
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef spurningar vakna.
Ég óska ykkur öllum velfarnaðar á nýju skólaári og hlakka til að vinna með ykkur.
Skólaárið 2021-2022 hefst mánudaginn 23. ágúst og þar með er skóli settur.
Kær kveðja
Sara Diljá
skólastjóri