Í skólabyrjun

Heil og sæl kæru foreldrar/forráðamenn

Nú líður að skólabyrjun og verður skólasetning með sama hætti og á síðasta skólaári.
Skólasetning fyrir skólaárið 2022-2023 fer fram miðvikudaginn 24. ágúst 2022. Nemendur
mæta beint í skólann í sínar heimastofur í fylgd með foreldrum/forráðamönnum og eru
tímasetningar sem hér segir:

9:00 - yngsta stig
9:30 - miðstig
10:00 - unglingastig

Í haust eru skráðir 66 nemendur í Höfðaskóla og verða skóladagar 175 talsins.

Breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi en eins og tilkynnt var á skólaslitum s.l. vor létu
Erna Berglind og Óli Benna af störfum og hefur Rakel Jensína Jónsdóttir hafið störf í
Höfðaskóla.

Umsjónarkennarar í ár verða:
1. og 2. bekkur - Inga Jóna Sveinsdóttir
3. og 4. bekkur - Vigdís Elva Þorgeirsdóttir
5., 6. og 7. bekkur - Halla María Þórðardóttir og Þorgerður Þóra Hlynsdóttir
8., 9. og 10. bekkur - Dagný Rósa Úlfarsdóttir og Elva Þórisdóttir.

Frístund verður starfrækt með svipuðu sniði og undanfarin ár og er hún í boði fyrir nemendur
á yngsta stigi eftir að kennslu lýkur á daginn. Starfsmenn frístundar verða Erna Ósk
Guðnadóttir og Rakel Jensína Jónsdóttir. Frístund verður í boði endurgjaldslaust fyrir alla
nemendur á yngsta stigi út ágúst. Eftir það hafa aðeins skráðir nemendur aðgang að frístund
en skráning fer fram hér.

Breyting verður á mötuneytismálum og mun mötuneyti ekki taka til starfa núna strax í
skólabyrjun. Nemendur hafa því val um að fara heim í hádeginu eða koma með auka nesti
sem þau geta borðað í skólanum, gæsla verður á staðnum og er í boði að hita í örbylgjuofni,
grilla í samloku grillum eða fá soðið vatn t.d. út á núðlur. Um leið og fyrirkomulag mötuneytis
í vetur liggur fyrir fáið þið upplýsingar um það.

Við munum áfram bjóða upp á hafragraut á morgnanna áður en kennsla hefst og verður
hann í boði frá fyrsta kennslu degi, fimmtudaginn 25. ágúst. Haddý sér um grautinn í vetur.

Sund verður áfram kennt á mánu- og þriðjudögum og mun Kiddi sjá um akstur til og frá
sundlaug.

Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna.
Ég óska ykkur öllum velfarnaðar á nýju skólaári og hlakka til að vinna með ykkur. Sjálf verð
ég áfram í 50% starfi til áramóta.

Skólaárið 2022-2023 hefst miðvikudaginn 24. ágúst og þar með segi ég Höfðaskóla settan.

Kær kveðja

Sara Diljá
skólastjóri