Litlu jól nemenda verða 19. desember og ætlum við að halda okkur við fyrirkomulag undanfarinna ára þ.e. engin pakkaskipti á litlu jólunum, bæði hjá nemendum og starfsfólki skólans.
Óskað er eftir því að hvert heimili leggi 1000 krónur í púkk, ef heimilin hafa tök á.
Í fyrra kusu nemendur að styrkja Velunnarasjóð Skagastrandar og Skagabyggðar en hann er til að aðstoða fjölskyldur og einstaklinga á svæðinu sem minna mega sín. Ákveðið hefur verið að styrkja sama málefni þetta árið þar sem upplifunin er að við séum að hafa góð áhrif á okkar nærumhverfi með framlaginu.
Föstudaginn 2. desember fer elsta systkini á hverju heimili heim með umslag merkt verkefninu og þar má setja aurinn í og loka fyrir áður en því er skilað aftur í skólann. Velunnarasjóðnum verður síðan afhentur styrkurinn föstudaginn 16.desember.
Í fyrra fengum við fregnir af því að fleiri en heimili grunnskólabarna vildu leggja söfnuninni lið. Ef einhverjir bæjarbúar vilja taka þátt í þessu verkefni með okkur og leggja málefninu lið er hægt að hafa samband við skólann í síma 4522800 eða gudrunelsa@hofdaskoli.is
Höfðaskóli |
Íþróttahús |
Tónlistarskóli
Ábendingar og fyrirspurnir |